Á meðal þeirra sem heiðruð voru í ár fyrir framúrskarandi störf í þágu spítalans var Ardís Henriksdóttir, hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku, sem heiðruð var í flokknum Fagmennska.
Að sögn Ardísar er alltaf jafn spennandi að mæta í vinnuna því þú veist aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér. Hún segir það skemmtilegasta við starfið vera adrenalínkikkið sem fylgir því að þurfa sífellt að takast á við það óvænta og að fagmennska sé það sem öllu máli skiptir þegar á deild þar sem ríkir skipulagt kaos.
Umsögn valnefndar: „Ardís er leiðtogi innan hjúkrunar. Hún sinnir hjúkrun af einstakri fagmennsku, er óþrjótandi viskubrunnur og mikil fyrirmynd. Hún drífur samstarfsfólk sitt áfram.“
Ardís Henriksdottir from Landspítali on Vimeo.