Fyrir gildið Fagmennska hlaut Hjartaþræðingateymi Landspítala heiðrun í ár.
Teymi hjartaþræðingar sinnir á degi hverjum fjölbreyttum inngripum er varða hjartavandamál. Þar má til að mynda nefna kransæðaþræðingar, kransæðavíkkanir og ísetningar gangráða. Umfangið á deildinni hefur vaxið hratt á síðustu árum þar sem nú er hægt gera meira með þræðingatækni en áður fyrr.
Umsögn valnefndar: „Hjartaþræðing krefst mikillar fagmennsku og að fyllsta öryggis sé ávallt gætt. Viðhorf teymisins er einstaklega lausnamiðað og mikil starfsánægja sem og jákvæðni ríkir á deildinni, þannig að eftir því er tekið. Þá hefur teymi Hjartaþræðingar tekist að fjölga aðgerðum og halda biðlistum í skefjum.“
Í myndbandinu er rætt við Ingibjörgu Jónu Guðmundsdóttur, yfirlækni á Hjartaþræðingu Landspítala og Eddu Traustadóttur, deildarstjóra á Hjartaþræðingu.
Hjartaþræðingateymi heiðrað from Landspítali on Vimeo.