Á Landspítala á sér nú stað umfangsmikil greiningarvinna sem miðar að því að útrýma lyfjamistökum á spítalanum.
Hluti af þeirri vinnu felst í fræðslu og umræðum á meðal hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarfræðinema þar sem farið er yfir fyrri lyfjamistök og hvernig hægt er að læra af þeim. Þar er einnig farið yfir R-in 6:
- Rétt lyf - Lyfjaheiti er borið saman við fyrirmæli a.m.k. þrisvar sinnum
- Réttur skammtur - Tryggðu að um réttan skammt/styrkleika sé að ræða
- Rétt gjafaleið - Berðu saman lyfjafyrirmæli og leið lyfjagjafar
- Réttur sjúklingur - Sannreyndu tvenn persónueinkenni við hverja lyfjagjöf
- Réttur tími - Leitast er við að gefa lyf á réttum tíma samkvæmt fyrirmælum læknis
- Rétt skráning - Lyfjagjöf er skráð strax að lokinni gjöf
Ein af megináherslum verkefnisins er að fækka mistökum í lyfjagjöfum á lyfjum sem fela í sér mikla áhættu. Það á til að mynda við um morfín- og krabbameinslyf þar sem höfuðmáli skiptir að réttur sjúklingur fái réttan skammt af réttum lyfjum.
Viðmælendur í myndbandi:
Ragna Gústafsdóttir, deildarstjóri á blóð- og krabbameinslækningadeild.
Sylvía Lind Stefánsdóttir, aðstoðardeildarstjóri á blóð- og krabbameinslækningadeild.
Þórunn Kristín Guðmundsdóttir, klínískur lyfjafræðingur.
Amelia Samuel, verkefnastjóri á gæðadeild.
Unnið að auknu lyfjaöryggi from Landspítali on Vimeo.