Í flokknum Framþróun hlaut blóðhlutavinnsla Blóðbankans heiðrun í ár.
Blóðhlutateymið leggur ríka áherslu á að auka gæði blóðhluta og með því tryggja öryggi sjúklinga enn frekar. Hluti þeirrar vinnu er að innleiða framsæknar nýjungar. Til að mynda hefur verið innleidd smithreinsun á blóðflögum og plasma, sem tryggir öryggi blóðþega til muna.
Umsögn valnefndar: „Þessi hópur einstaklinga var í forystu fyrir mikilvægt framfaraskref í Blóðbankanum hvað varðar smithreinsun blóðhluta. Gerðar voru rannsóknir og umsvifamiklar innleiðingar vinnuferla sem leiddu til betri afurða til sjúklinga.“
Í myndbandinu er rætt við Rögnu Landrö, einingastjóra framleiðslu blóðhluta í Blóðbankanum.
Ragna Landrö - blóðhlutavinnsla Blóðbankans from Landspítali on Vimeo.