Óli Hilmar útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 2009.
Hann hélt til Svíþjóðar árið 2013 ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann var í sérnámi í barnalækningum og síðar nýburalækningum.
Óli hefur starfað sem nýburalæknir við Vökudeild Barnaspítala Hringsins frá árinu 2021.
„Ég hlakka til að takast á við nýjar áskoranir sem kennslustjóri á Barnaspítalanum. Við búum yfir miklum mannauð í sérnámslæknum Barnaspítalans og það verður spennandi verkefni að í sameiningu þróa og bæta sérnámið þeirra. Þar tek ég við góðu búi af Valtý Thors.“
Sérnám í barnalækningum er hlutasérnám og er hægt að ljúka rúmum 2 árum af sérnámi í sérgreininni á Íslandi. Sérnám í lækningum á Íslandi hefur þróast gífurlega sl. 10 ár og gegna kennslustjórar lykilhlutverki við þróun og framkvæmd sérnámsins og eru hluti af stjórnendateymi sinna sérgreina. Sérnám í lækningum er veitt skv. reglugerð 856/2023 og leiðir kennslustjórinn ráðningaferli nýrra sérnámslækna tvisvar á ári ásamt kennsluráði. Kennslustjórar starfa náið með klínískum yfirlæknum og sitja í Framhaldsmenntunarráði lækninga.