Edda útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Sygeplejeskolen i Arhus árið 2002, kláraði meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í forystu og stjórnun með áherslu á þjónandi forystu frá Háskólanum á Bifröst árið 2022.
Edda hefur fjölbreytta starfsreynslu bæði úr opinbera og einkageiranum og starfaði síðast sem verkefnastjóri í heilbrigðisráðuneytinu ásamt því að starfa sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku í Fossvogi.
„Ég hlakka til að starfa með frábæru starfsfólki á dagdeild skurðlækninga og vinna með því að eflingu hjúkrunar með sérstaka áherslu á öryggi sjúklinga. Það eru spennandi áskoranir fram undan og með öflugri teymisvinnu getum við styrkt enn frekar starfsemi göngudeildarinnar okkar í takt við áherslur Landspítala.“