Þetta gerði hún til að styrkja Barnaspítala Hringsins og nú hefur þessi frábæra stúlka safnað rúmlega 700.000 krónum.
Ólavía greindist með krabbamein þegar hún var fimm ára og var síðan endurgreind ári seinna með stjarnfrumuæxli í heila. Hefur hún því verið reglulegur gestur á Barnaspítalanum í langan tíma.
Ólavía mætti upp á Barnaspítala í vikunni og afhenti söfnunarféð þar sem Sólveig Hafsteinsdóttir sérfræðilæknir og starfsfólk spítalans tók á móti henni. Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari Landspítala var á svæðinu og smellti af nokkrum myndum.
Hér má sjá viðtal sem tekið var við Ólavíu fyrir fréttir Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem hún segir frá söfnuninni.
Landspítali þakkar Ólavíu kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf!