Á Íslandi deyja árlega að meðaltali 39 einstaklingar í sjálfsvígi og meira en helmingur sjálfsvíga á sér stað fyrir 50 ára aldur.
Gulur er litur sjálfsvígsforvarna og táknar birtu, hlýju og von. Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum.
Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við Snæfríði Jóhannesdóttur, aðstoðardeildarstjóra á geðgjörgæslu Landspítala, sem er fulltrúi Landspítala í verkefninu.