Margrét útskrifaðist úr læknadeild við Háskóla Íslands árið 2007, og hefur síðan lokið sérnámi í barnalækningum, stjórnun og barnataugalækningum frá Umeå í Svíþjóð.
Hún hefur starfað á Barnaspítala Hringsins frá árinu 2017 og sem kennslustjóri gæða- og umbótamála sérnámslækna. Margrét hefur verið umsjónarlæknir Umbótaskóla sérnáms undanfarin ár og tekið þátt í fjölmörgum gæða og umbótaverkefnum. Þar má helst nefna greiningar og úrbótavinna tengd sérnámi.
Skipun Margrétar í 60% stöðuhlutfall er tímabundin til eins árs, en Gunnar Thorarensen sem gegnt hefur starfinu undanfarin ár tekur tímabundið við öðrum verkefnum innan skrifstofu lækninga í 50% stöðuhlutfalli.
„Fjárfesting í sérnámi lækna á Íslandi snýst ekki bara um að búa til gott starfsumhverfi á spítalanum í dag; hún snýst jafnframt um að þróa þá sérfræðiþekkingu og færni sem nauðsynleg er til að veita sjúklingum okkar vandaða og öfluga læknisþjónustu í framtíðinni.“