Þar voru saman komin mörg þúsund manns og kynntu sér hið fjölbreytta starf sem á sér stað í vísindasamfélaginu á Íslandi.
Landspítali var á meðal þátttakenda og sýndi til að mynda hvernig nýta megi sýndarveruleikagleraugu við kennslu og undirbúnings lausna flókinna fyrirbæra. Einnig var hægt að kynna sér talgervil sem breytir tali yfir í texta og notkun þjarka við skurðaðgerðir.
Ásvaldur Kristjánsson, myndatökumaður Landspítala, fangaði stemninguna og má sjá afraksturinn í meðfylgjandi myndbandi.
Riccardo Forni, doktorsnemi, Heilbrigðistæknisetur Landspítala og HR.
Birgitta Rós Ásgrímsdóttir, meistaranemi, Heilbrigðistæknisetur Landspítala og HR.
Sigríður Bergþórsdóttir, náttúrufræðingur, vísindadeild Landspítala og Halla Sigrún Arnardóttir, verkefnastjóri, vísindadeild Landspítala.
Ragna Sif Þórarinsdóttir, verkfræðingur, stafræn þróun Landspítala og Halldór Jónsson Jr, prófessor, Heilbrigðistæknisetur Landspítala og HR.
Smári Freyr Guðmundsson, hugbúnaðarsérfræðingur frá Tiro - sjálfvirk talgreining.
Halldór Jónsson Jr, prófessor, Heilbrigðistæknisetur Landspítala og HR ásamt Paolo Gargiulo, prófessor, Heilbrigðistæknisetur Landspítala og HR.