Á Landspítala er eindregið mælst til þess að allir starfsmenn, verktakar og nemar láti bólusetja sig.
Starfsmannahjúkrunarfræðingar munu koma við á starfstöðvum spítalans í október og bjóða upp á fría bólusetningu fyrir starfsfólk.
Fyrsta stopp var í dag á Landakoti og þar var Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari Landspítala, mættur og smellti af nokkrum myndum.
Bólusetningar eru eitt mesta framfaraskref læknavísindanna og ávinningur þeirra ótvíræður en áætlað er að bólusetningar bjargi 2,5 - 5 milljónum mannslífa á ári hverju.
Á Heilsuveru geturðu nálgast allar upplýsingar um þínar bólusetningar.