Sýkla- og veirufræðideild Landspítala hefur átt í nánu samstarfi við ArcanaBio og skilaði það samstarf meðal annars greiningarprófi á munnvatni fyrir COVID-19 sem reyndist jafn áreiðanlegt og PCR nefkoks- og hálsstrokspróf. Sýnagreining á munnvatni hefur verið að ryðja sér til rúms sl. ár og er orðin mun áreiðanlegri en áður.
Samstarf Landspítala og ArcanaBio felur í sér ýmsa spennandi möguleika á rannsóknarsamvinnu um greiningar lífmerkja og baktería og þróun varna gegn sýklalyfjaónæmi.
Lesa má nánar um málið í frétt á vef Viðskiptablaðsins.