Hingað til lands komu stjórnendur frá Royal Free sjúkrahúsinu í London. Þær Rebecca Longmate, framkvæmdastjóri hjúkrunar, Karen Turner, yfirmaður gæðamála og Jane Coy-Terry verkefnastjóri útskýrðu hvernig þau hafa innleitt þessa einföldu spurningu og nýtt hana sem grunn í að efla þátttöku sjúklinga í eigin meðferð og í umbótavinnu á sjúkrahúsinu.
Einnig var talað um samstarf Landspítala og Royal Free í að þróa aðferð til að nýta þessa spurningu til að heyra hvað skiptir starfsfólk máli og hvernig bæta megi starfsumhverfi og líðan starfsfólks í vinnu og þar með bæta þjónustu.
Royal Free hefur nýtt þessa aðferðafræði lengur og búa því yfir betri upplýsingum um mælanlegan árangur og við á Landspítala hlökkum til að nýta þessa aðferð enn betur í okkar starfi.
Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari Landspítala, var á staðnum og smellti af nokkrum myndum.