Þó svo að sykursýki sé ólæknanleg er hægt, með góðri meðferð, að ná miklum árangri í átt að bættum lífsgæðum.
Á Barnaspítala Hringsins starfar teymi lækna, hjúkrunarfræðinga, félagsfræðinga, sálfræðinga og næringarfræðinga sem sinna börnum með sykursýki. Í dag sinnir spítalinn alls 148 börnum.
Hér má nálgast fræðsluefni fyrir sykursýki af tegund 1 hjá börnum og unglingum.
Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við Soffíu G. Jónasdóttur, innkirtlalækni barna og Margréti Sigmundsdóttur hjúkrunarfræðing, sem fara yfir greiningu og meðferð sjúkdómsins.