Í ljósi þess að inflúensan ofan í aðrar öndunarfæraveirur er að sækja í sig veðrið í samfélaginu telur farsóttanefnd rétt að grípa nú þegar til eftirfarandi aðgerða á Landspítala:
- Grímuskylda í öllum sjúklingasamskiptum þar sem annar hvor aðilinn (sjúklingur eða starfsmaður) er með skurðstofugrímu.
Þá er átt við að inniliggjandi sjúklingar þurfa ekki að bera grímu en þeir sem sinna honum gera það. Á göngudeildum bera allir sjúklingar og fylgdarmenn þeirra grímu.
Heimsóknargestir og aðrir sem eiga erindi inn á spítalann skulu bera grímu. - Heimsóknir verða ekki takmarkaðar að svo stöddu, en minnt er á auglýsta heimsóknartíma sem eru frá 16:30-19:30 virka daga og 14:30-19:30 um helgar og á hátíðisdögum.
- Mælst er til að aðeins einn gestur komi í einu og beri grímu ásamt því að hreinsa hendur við komu á spítalann.
- Ennfremur er mælst til þess að fólk komi ekki í heimsókn ef það er veikt og komi ekki með veik börn inn á spítalann.
- Þeir sem hafa í hyggju að taka aðstandendur sína heim um hátíðarnar eru beðnir að gera það ekki ef veikindi eru á heimilinu.
Sjá nánar hér um heimsóknartíma: https://landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/hagnytar-upplysingar/heimsoknartimar/
Deildarstjóri/vaktstjóri hefur heimild til að veita undanþágu frá auglýstum heimsóknartíma.
Að auki vill farsóttanefnd hvetja starfsmenn eindregið til að þiggja bólusetningu gegn inflúensu en enn eru talsverð sóknarfæri í þeirri mikilvægu ráðstöfun.
Ákvörðun þessi verður endurmetin 6. janúar 2025.
Gleðilega hátíð!
Farsóttanefnd