Á myndinni er Bára Dís, fyrir miðju, ásamt Veru Popovic og Triciu Crock, eiginkonu Dieter K. Lüdecke heitins.
Verðlaunin hlaut hún fyrir bestu tilfellatilkynninguna sem tengdist æxli í heiladingli hjá sjúklingi með krabbamein. Bára stefnir á frekara sérnám í innkirtlalækningum.
Að sögn Báru var það eitt að komast á Europit mikill heiður, þar sem sækja þarf um þátttöku og eru umsóknirnar mun fleiri en plássin sem eru í boði. Á viðburðinn mæta innkirtlalæknar, taugaskurðlæknar, meinafræðingar og röntgenlæknar í þeim tilgangi að bæta meðferð og þjónustu við einstaklinga með sjúkdóm í heiladingli og styrkja þverfaglegt samstarf sem og samstarf innan Evrópu.
Dieter K. Lüdecke-verðlaunin eru mikil viðurkenning fyrir þverfaglegt teymi um heiladingulsvandamál sem er starfandi á Landspítala, að sögn Báru. „Þetta sýnir að við stöndumst alþjóðlegan samanburð og erum að gera flotta hluti sem er ekki sjálfsagt í svona litlu landi.“
Bára Dís flytur kynninguna sína á Europit í Frakklandi.