Lilja Dögg útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands 2015. Hún lauk diplómanámi í afbrotafræði árið 2018 frá HÍ og meistaragráðu í heilbrigðisvísindum með áherslu á geðheilbrigði frá Háskólanum á Akureyri árið 2021.
Samhliða grunnnámi og eftir útskrift starfaði Lilja Dögg á Sjúkrahúsinu Vogi og á Barnaspítala Hringsins. Frá árinu 2018 starfaði Lilja Dögg sem hjúkrunarfræðingur og síðar sem aðstoðardeildarstjóri á Laugarási. Síðasta árið hefur Lilja Dögg verið aðstoðardeildarstjóri á göngudeild geðrofssjúkdóma og sinnt teymisstjórn í geðrofs- og samfélagsgeðteymi. Síðustu ár hefur hún jafnframt tekið þátt í þróunar og umbótavinnu á geðsviði og unnið að uppbyggingu teyma. Hún hefur störf á Laugarási 1. febrúar.
„Með auðmýkt, þakklæti og full tilhlökkunar tek ég við stöðu deildarstjóra á Laugarásnum. Einstakt meðferðar- og starfsumhverfi deildarinnar fæ ég í veganesti sem ég hlakka til að efla enn frekar, ásamt því að þróa áfram geðhjúkrun með hag þjónustuþega og aðstandenda að leiðarljósi.“