Magney útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá HÍ árið 2006, er með viðbótar diploma í hjúkrun aðgerðarsjúklinga og kláraði meistaranám í hjúkrunarfræði frá HÍ árið 2024.
Hún hóf störf á Landspítalanum sem hjúkrunarnemi árið 2005. Eftir útskrift starfaði hún brunagjörgæslu á Karolinska sjúkrahúsinu, ásamt því að starfa sem hjúkrunarfræðingur á hjúkrunarheimili í Stokkhólmi.
Hún hefur langa starfsreynslu á Landspítalanum og lengst hefur hún starfað á HNE-, lýta- og æðaskurðdeild A4, sem hjúkrunarfræðingur frá 2008 og sem aðstoðardeildarstjóri frá 2018 og settur deildarstjóri á A4 frá 1. apríl 2024.
Magney hefur tekið þátt í fjölmörgum gæða- og umbótaverkefnum. Þar má helst nefna bættri hjúkrun og þjónustu við sjúklinga og aðstandendur ásamt því að efla þekkingu, færni og ánægju starfsfólks.
„Á A4 er veitt sérhæfð og fjölbreytt hjúkrun sem gerir starfið skemmtilegt en á sama tíma krefjandi. Ég hlakka til að vinna með öflugu starfsfólki deildarinnar sem leggur sig fram við að veita faglega og framúrskarandi hjúkrun ásamt því að tryggja öryggi sjúklinga.“