Runólfur hefur verið í veikindaleyfi undanfarnar vikur en hann gekkst undir aðgerð á spítalanum í byrjun desember. Aðgerðin gekk að óskum og hefur bataferlið gengið vel.
Að sögn Runólfs er hann ævinlega þakklátur því frábæra fólki sem starfar innan þvagfæraskurðþjónustu Landspítala. Það sinni störfum sínum jafnt af fagmennsku sem alúð.
Gunnar Ágúst Beinteinsson, sem hefur gegnt starfi forstjóra í fjarveru Runólfs, mun aftur snúa til fyrri starfa sem framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðs.