Þá er starfsfólk heiðrað fyrir góð störf en markmiðið er að varpa ljósi á það fjölbreytta starf sem unnið er á Landspítala og hvernig starfsfólk leggur sig fram um að sýna umhyggju og fagmennsku í starfi og tryggja góða þjónustu við sjúklinga. Tilnefningarnar geta komið frá starfsfólki, sjúklingum, aðstandendum, stjórnendum og sjúklingasamtökum.
Heiðranirnar eru í fimm flokkum:
- Umhyggja
- Öryggi
- Fagmennska
- Framþróun
- Vinnustaðurinn okkar
Tilnefningum þarf að skila með rökstuðningi og í gegnum sérstakt form sem má nálgast hér.