Landspítali hefur hlotið samtals 20 milljónir króna í styrk frá Skerfi, sjóði sem styrkir verkefni sem fela í sér innleiðingu og/eða hagnýtingu á íslenskri máltækni. Styrkurinn, sem ætti að létta á störfum starfsfólks spítalans, skiptist í þrjá hluta:
- 14,5 milljónir fyrir samstarf með Corti í þróun á máltæknigervigreind fyrir geðsvið
- 3,5 milljónir fyrir samstarf með Miðeind í innleiðingu á þýðingalausnum
- 2 milljónir fyrir samstarf með KötluCode í þróun á gervigreind til að styðja við DRG skráningar
Það var menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra sem hafði umsjón með útdeilingu styrkjanna. Alls voru 12 verkefni styrkt, eða 52% umsókna, um 60 milljónir króna.