Ingibjörg útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1997. Hún hefur langa starfsreynslu á Landspítala og lengst hefur hún starfað á bráðamóttöku sem hjúkrunarfræðingur. Einnig hefur Ingibjörg verið að sinna kennslu fyrir menntasvið LSH.
Ingibjörg hefur starfað síðustu 7 ár á göngudeild 10 E sem hjúkrunarfræðingur og jafnframt tekið þátt í gæða- og umbótavinnu á deildinni.
„Ég hlakka til, sem nýráðinn deildarstjóri á göngudeild 10E, að takast á við þau nýju og spennandi verkefni sem starfinu fylgja, með öllu því öfluga starfsfólki sem vinnur þar. Einnig að móta og bæta starfsemina enn frekar og efla þannig þjónustu við okkar skjólstæðinga og aðstandendur. Göngudeildarþjónusta er vaxandi starfsemi á Landspítala og eru mörg krefjandi verkefni framundan. Eitt af markmiðum okkar er ekki síst að draga úr þörfinni fyrir komur á bráðamóttöku og fækka innlögnum á Landspítala hjá okkar skjólstæðingum.“