Fjölskyldan naut þjónustu deildarinnar fyrir ári síðan þegar annar tvíburinn veiktist og þurfti að dvelja í u.þ.b. þrjár vikur á deildinni. María Mist segir drenginn og fjölskylduna alla hafa fengið besta utanumhald sem hægt sé að óska eftir, starfið á deildinni sé til fyrirmyndar og starfsfólkið hafi einnig gætt þess að huga vel að foreldrunum.
María Mist segist hafa vitað strax við útskrift drengsins af vökudeild að þau yrðu að gera eitthvað til að þakka fyrir sig. Þau ákváðu síðan í lok árs, eftir miklar vangaveltur, að efna til söfnunar.
Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari Landspítala, smellti mynd af fjölskyldunni þegar þau hittu Björgu Skúladóttur, hjúkrunarfræðing á vökudeild, og Sigríði Maríu Atladóttur, deildarstjóra á vökudeild.
Landspítali þakkar þeim kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf.