Þar kynntu sérnámslæknarnir rannsóknir sínar sem tengdust allt frá jaðaræxlum í eggjastokkum, brjósta- og magakrabbameinum til íslenska ofvaxtarhjartavöðvakvillans, Turner heilkennis og óútskýrðra kviðverkja. Ráðstefnan er mikilvægur vettvangur til að lyfta þeirri mikilvægu vísindavinnu sem sérnámslæknarnir stunda samhliða sérnámi sínu í lyflækningum.
Í myndbandinu er rætt við Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur, klínískan prófessor og umsjónarlækni rannsóknarverkefna sérnámslækna í lyflækningum, Stefaníu Katrínu J. Finnsdóttur, sérnámslækni í lyflækningum og doktorsnema, Magnús Ara Brynleifsson, sérnámslækni í lyflækningum, Hrafnhildi Gunnarsdóttur, sérnámslækni í lyflækningum og doktorsnema, og Vilmund Guðnason, prófessor emeritus í erfðafræði við Háskóla Íslands og forstöðulækni Hjartaverndar.
Í myndbandinu er rætt við Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur, klínískan prófessor og umsjónarlækni rannsóknarverkefna sérnámslækna í lyflækningum, Stefaníu Katrínu J. Finnsdóttur, sérnámslækni í lyflækningum og doktorsnema, Magnús Ara Brynleifsson, sérnámslækni í lyflækningum, Hrafnhildi Gunnarsdóttur, sérnámslækni í lyflækningum og doktorsnema, og Vilmund Guðnason, prófessor emeritus í erfðafræði við Háskóla Íslands og forstöðulækni Hjartaverndar.