Setning Lífshlaupsins fór fram á Landspítala Hringbraut. Í ár tóku 795 starfsfólk þátt í Lífshlaupinu og hreyfðu sig samtals 10.021 daga og 765.133 mínútur. Í fyrra tóku 586 starfsfólk þátt og hreyfðu sig í 7.310 daga og 57.309 mínútur.
Starfsfólk stundaði fjölbreytta hreyfingu í ár eins og dans, pilates, snjóbretti og heimilisstörf af miðlungs eða mikilli ákefð ásamt mörgu öðru. Í ár var gangan vinsælasta hreyfingin (34,5%) og á eftir því líkamsrækt (10,7%).
Markmið Landspítala í ár var að ná 10% þátttöku og að ná a.m.k 8. sæti í vinnustaðakeppni fyrir fyrirtæki með 800 eða fleiri starfsfólk. Báðum markmiðum var náð en alls tók 795 starfsfólk þátt eða 11% og endaði Landspítali í 7.sæti í vinnustaðakeppninni.
Af liðum Landspítala hreyfðu liðin Lyflækningar og Dagdeild 13D sig hlutfallslega flesta daga og var það einnig Dagdeild 13D sem hreyfði sig hlutfallslega flestar mínútur. Bráðamóttakan hreyfði sig flesta daga og mínútur samtals.
Mannauðsdeild veitti ofangreindum liðum viðurkenningar en auk þess var eitt lið, TenE, dregið út og því veitt viðurkenning fyrir þátttöku.
Lyflækningar – 11 manna lið 11H var eitt af tveimur liðum sem hreyfði sig hlutfallslega flesta daga eða 21 dag á hvern liðsmann. Elísabet Lilja liðsstjóri og samstarfsfólk tók við verðlaunum.
Dagdeild 13D – 13 manna lið 13D á Hringbraut var eitt af tveimur liðum sem hreyfði sig hlutfallslega flesta daga eða 21 dag á hvern liðsmann. Liðið hreyfði sig einnig hlutfallslega flestar mínútur, samtals 2.002 mínútur á hvern liðsmann. Elísa Berglind liðsstjóri og samstarfsfólk tók við verðlaunum.
BRÁÐAMÓTTAKAN – 57 manna lið G2 á Fossvogi hreyfði sig flesta daga og flestar mínútur eða 642 daga og 54.044 mínútur. Ágústa Hjördís deildarstjóri ásamt samstarfsfólki tók við verðlaunum. Liðsstjóri var Signý Sveinsdóttir.
TenE – 5 manna lið 10E var dregið út til þátttökuverðlauna. Jórunn Fregn liðsstjóri ásamt samstarfsfólki tók við verðlaunum.