Óráð er heilkenni sem einkennist af truflun á athygli, meðvitund, vitrænni getu og skyntúlkun. Með því að bregðast hratt og rétt við má koma í veg fyrir það og bæta batahorfur.
Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við Kristrúnu Kristinsdóttur, sjúkraliða á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild, sem fer yfir hið skyndilega hugarástand sem heilinn fer í við óráð og hvernig megi fyrirbyggja það.
Vissir þú…
- að óráð lengir sjúkrahúsdvöl um viku að meðaltali
- að vanvirkur sjúklingur er mjög líklega í lágstemmdu óráði
- að til að meðhöndla óráð þarf að greina orsök sem alltaf er líkamleg
- að allt að 50% skurðsjúklinga fara í óráð eftir aðgerð
Nánari upplýsingar um óráð má nálgast á vef Landspítala.