Vegna framkvæmda við nýjan Landspítala á Hringbraut hefur NLSH lokað tímabundið fyrir gönguleið sem starfsfólk Landspítala nýtti gjarnan til að komast á Barnaspítala Hringsins. Var það gert til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda. Áður en gripið var til þessa úrræðis var skoðað hvort hægt væri að færa til girðinguna umhverfis framkvæmdasvæðið eða byggja tímabundna brú en það reyndist ekki mögulegt.
Skilti hefur verið sett upp til að vísa fólki á nýja leið sem vissulega er aðeins lengri en sú gamla og krefst þess að fólk noti gönguljós til að fara yfir Gömlu Hringbraut en er talin hættuminni.