Ívar útskrifaðist úr læknadeild Háskóla Íslands árið 1994, lauk sérnámi í svæfingalækningum frá University of Michigan Medical Center í Ann Arbor árið 2002 og hefur síðan þá sérhæft sig enn frekar í tveimur undirgreinum: svæfingum barna og hjartasvæfingum.
Ívar hefur starfað sem sérfræðingur við svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala síðan 2005. Hann hefur tvisvar sinnt kennslustjórastöðu sérnámslækna, komið að kennslu heilbrigðisstétta, sinnt gæðastarfi og innleiðingu breytinga. Þá hefur hann verið í stjórn barnasvæfinga á vegum The Scandinavian Society of Anaesthesiology and Intensive Care Medicine (SSAI) frá árinu 2005. Þessu til viðbótar er hann að klára prógram á vegum SSAI í svæfingartengdu stjórnunarnámi (e. perioperative medicine and management).
„Það eru mörg spennandi verkefni framundan í þessari nýju stöðu. Fagið er að þróast yfir í að verða heildrænt fyrir sjúklinginn en ekki bara í kringum aðgerðarhlutann. Þá eru miklir möguleikar í að þróa vöknun meira í þessu ferli sem „perioperativi“ fasinn er. Það að nú sé yfirlæknir yfir vöknun mun efla þá starfsemi og auðvelda það ferli þegar deildin sameinast í eina deild á einum stað í hinum nýja meðferðarkjarna.“
Ívar hefur starfað sem sérfræðingur við svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala síðan 2005. Hann hefur tvisvar sinnt kennslustjórastöðu sérnámslækna, komið að kennslu heilbrigðisstétta, sinnt gæðastarfi og innleiðingu breytinga. Þá hefur hann verið í stjórn barnasvæfinga á vegum The Scandinavian Society of Anaesthesiology and Intensive Care Medicine (SSAI) frá árinu 2005. Þessu til viðbótar er hann að klára prógram á vegum SSAI í svæfingartengdu stjórnunarnámi (e. perioperative medicine and management).
„Það eru mörg spennandi verkefni framundan í þessari nýju stöðu. Fagið er að þróast yfir í að verða heildrænt fyrir sjúklinginn en ekki bara í kringum aðgerðarhlutann. Þá eru miklir möguleikar í að þróa vöknun meira í þessu ferli sem „perioperativi“ fasinn er. Það að nú sé yfirlæknir yfir vöknun mun efla þá starfsemi og auðvelda það ferli þegar deildin sameinast í eina deild á einum stað í hinum nýja meðferðarkjarna.“