Málþingið var mjög vel sótt, hátt í 200 starfsmenn sem mættu og hlustuðu á fjölbreytt erindi.
Tveir erlendir gestafyrirlesarar komu og héldu erindi, annars vegar Dr. Jeroen Hendriks, hjúkrunarfræðingur og prófessor við háskólann í Maastricht sem fjallaði um þverfaglega teymisvinnu, og hins vegar Simon Oberst, yfirmaður vottunarmála OECI, og fjallaði hann um vottunarvegferð krabbameinsþjónustu Landspítala.
Auk þeirra héldu margir fyrirlesarar erindi um þróun þjónustunnar, meðferðir, vísindi og rannsóknir bæði innan hjartaþjónustu og krabbameinsþjónustu.
Ljósmyndari Landspítala mætti á viðburðinn og smellti af nokkrum myndum.