Á dagdeild skurðlækninga er tekið á móti sjúklingum, börnum og fullorðnum, sem eru að leggjast inn til skurðaðgerðar á Landspítala Fossvogi. Einnig koma á deildina sjúklingar í eftirlit eftir inngrip og rannsóknir á röntgendeild.
Á deildinni er lögð rík áhersla á að undirbúa sjúkling vel fyrir aðgerð og fræða hann um þau inngrip sem munu eiga sér stað. Þar hittir fólk einnig lækni og fær nauðsynleg lyf.
Eftir aðgerð kemur sjúklingurinn aftur á deildina þar sem fylgst er með einkennum sem geta komið upp. Leitast er til þess að stytta dvöl sjúklinga eins og kostur er, enda er það hagur allra ef lega á sjúkrahúsi stendur ekki lengi yfir.
Á deildina koma að meðaltali 30 sjúklingar á dag og hefur starfsemin aukist gríðarlega á síðustu árum. Rík áhersla er lögð á að hver sjúklingur fái þar einstaklingsmiðaða þjónustu.
Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við Guðrúnu Valgeirsdóttir hjúkrunarfræðing, Eddu Dröfn Daníelsdóttir deildarstjóra, Hjört Friðrik Hjartarson forstöðulækni og Ingibjörgu Guðmundsdóttir forstöðuhjúkrunarfræðing, sem fara nánar yfir starfsemi deildarinnar.
Á deildinni er lögð rík áhersla á að undirbúa sjúkling vel fyrir aðgerð og fræða hann um þau inngrip sem munu eiga sér stað. Þar hittir fólk einnig lækni og fær nauðsynleg lyf.
Eftir aðgerð kemur sjúklingurinn aftur á deildina þar sem fylgst er með einkennum sem geta komið upp. Leitast er til þess að stytta dvöl sjúklinga eins og kostur er, enda er það hagur allra ef lega á sjúkrahúsi stendur ekki lengi yfir.
Á deildina koma að meðaltali 30 sjúklingar á dag og hefur starfsemin aukist gríðarlega á síðustu árum. Rík áhersla er lögð á að hver sjúklingur fái þar einstaklingsmiðaða þjónustu.
Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við Guðrúnu Valgeirsdóttir hjúkrunarfræðing, Eddu Dröfn Daníelsdóttir deildarstjóra, Hjört Friðrik Hjartarson forstöðulækni og Ingibjörgu Guðmundsdóttir forstöðuhjúkrunarfræðing, sem fara nánar yfir starfsemi deildarinnar.