Árlegt málþing fagráðs hjúkrunar á lyflækningakjarna fór fram í síðustu viku.
Þar voru haldin ýmis fræðsluerindi en einnig voru nokkrir leiðtogar í hjúkrun heiðraðir sem eru að ljúka sínum starfsferli.
Á málþinginu var m.a. fjallað um þróun og áskoranir hjá göngudeild smitsjúkdóma, hvernig hjúkrun sjúklinga með taugasjúkdóma hefur þróast og hvernig hægt er að nota jákvæða sálfræði í hjúkrun.
Streymt var beint frá málþinginu á Facebook síðu Landspítala og má nálgast upptökuna hér.