Allar heilbrigðisstofnanir landsins hafa samræmt þá þjónustu sem þolendum heimilisofbeldis er boðin. Nú er því til staðar skýr farvegur fyrir þjónustuna, hvar sem er á landinu og hvort sem leitað er á spítala eða á heilsugæslu.
Hluti þjónustunnar er veittur af áfallateymi Landspítala og í henni felst m.a. sálfræðiþjónusta, áfallahjálp og að gera öryggisáætlanir með þolendum. Áfallateymið veitir einnig ráðgjöf til annarra heilbrigðisstofnana.
Viðmælandur í myndbandinu eru Erla Björg Birgisdóttir, yfirsálfræðingur á Landspítala, og Gunnlaug Thorlacius, yfirfélagsráðgjafi á Landspítala.