Parkinsons er langvinnur og flókinn taugasjúkdómur sem hefur áhrif á hreyfigetu, líkamsstjórn og daglegt líf. Þótt sjúkdómurinn sé ólæknandi hafa orðið miklar framfarir í greiningu, meðferð og endurhæfingu á síðustu árum.
Á Landspítala starfar fjölbreyttur hópur heilbrigðisstarfsfólks að því að veita faglega, einstaklingsmiðaða og þverfaglega þjónustu fyrir fólk með Parkinsons og aðstandendur þeirra.
Lögð er áhersla á samvinnu, sjálfstæði og gæði í umönnun – þar sem þarfir og lífsgildi hvers og eins eru höfð að leiðarljósi.
Parkinsonteymi Landspítala tók þátt í að þýða meðfylgjandi fræðslumyndband í samstarfi við Parkinsonsamtökin.