Á fundinum var stiklað á stóru um þau 25 ár sem liðin eru frá sameiningu Reykjavíkursjúkrahúsanna þar sem varð til öflugt þjóðarsjúkrahús.
Farið var yfir árangurinn sem náðst hefur og var sjónum sérstaklega beint að verkefnum sem seint hefðu orðið að veruleika ef ekki hefði verið fyrir öflugan sameinaðan spítala.
Þá fóru fram pallborðsumræður og að lokum voru starfsfólk og teymi heiðruð.
Ásvaldur Kristjánsson, myndatökumaður Landspítala, hefur tekið saman stutt myndband frá fundinum sem má sjá hér fyrir neðan.
Fundinn í heild sinni má nálgast hér.
Hér má svo nálgast upptöku frá stofnfundi Landspítala 16. maí árið 2000.