Á myndinni eru, talið frá vinstri: Jón Jóhannes Jónsson yfirlæknir við erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, Jóhannes Reynisson, forvígismaður Bláa Naglans, Lilja Ægisdóttir formaður Hringsins, Anna Björk Eðvarðsóttir fyrrverandi formaður Hringsins, Júlíus Þór Jónsson formaður Kaupmannasamtaka Íslands, Ásgeir Ásgeirsson frá Kaupmannasamtökum Íslands og Matthías Sigurðsson frá Kaupmannasamtökum Íslands.
Boðið var haldið í Skógarhlíð 12 í nýju húsnæði erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans.
Tækið er stafrænt PCR tæki sem nýtist sem margvíslegar sérhæfðar sameindaerfðarannsóknir, m.a. er það öflugt þegar finna þarf fáar frumur með stökkbreytingar í sýnum og eins til að mæla nákvæmlega hlutfall slíkra fruma.
Tækið var gefið sameiginlega af Hringnum, Kaupmannasamtökum Íslands og Bláa Naglanum.
Landspítali þakkar höfðinglega gjöf.