Tilgangur heimsóknanna er að kynna þeim fjölbreytt og spennandi störf lyfjafræðinga og lyfjatækna á Landspítala. Nemarnir fá yfirgripsmikla kynningu á starfsemi lyfjaþjónustunnar og hinum ýmsu einingum hennar, þar á meðal lyfjablöndun, grunnþjónustu, afgreiðsluapóteki, lyfjanefnd og klínískri þjónustu.
Undanfarin ár hafa sumarstörf í lyfjaþjónustu notið mikilla vinsælda meðal nemanna, sem er afar mikilvægt fyrir Landspítala bæði til framtíðaruppbyggingar og til að efla tengsl við komandi kynslóðir lyfjafræðinga og lyfjatækna.