Á málþinginu voru heiðraðir níu sérfræðingar sem hafa lokið fullu sérnámi við Landspítala síðastliðið ár. Af þeim voru fimm sem luku sérnámi í bráðalækningum sem heyrir til tíðinda enda jafngildir þetta fimmtungs aukningu bráðalækna hér á landi.
Um er að ræða verulega framför í þjónustu við einstaklinga með bráð veikindi og þá sem lenda í slysum.
„Þú ættir að sjá vaktaskemað núna miðað við fyrir ári síðan, þetta er þvílíkur munur,“ segir Hjalti Már Björnsson, kennslustjóri bráðalækna, sem á stóran heiður af því að þessum áfanga hafi verið náð.
Málþinginu var stýrt af Halldóru Ögmundsd. Michelsen, umsjónarsérnámslækni í öldrunarlækningum við Landspítala.