Hjúkrunarráð LSH efndi til almenns fundar miðvikudaginn 5. apríl 2006 í Hringsal. Tilefni fundarins var að fjalla um hvað væri til ráða við skorti á hjúkrunarfræðingum.
Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt:
- Almennur fundur hjúkrunarráðs Landspítala - háskólasjúkrahúss haldinn 5.apríl 2006 lýsir yfir miklum áhyggjum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum á LSH.
Þessi skortur hefur því miður nú þegar komið niður á gæðum þjónustunnar og ógnar öryggi sjúklinga.
Brýnt er að leita allra leiða til að takast á við þennan vanda sem varðar hag allra landsmanna.
Við skorum á ráðuneyti heilbrigðis-, mennta- og fjármála, Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri sem og heilbrigðisstofnanir landsins að taka nú höndum saman við lausn vandans.
Málið þolir enga bið.