Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við danskt fyrirtæki um kaup á hjúkrunarþjónustu til sumarafleysinga.
Áætlað er að hingað komi 20 hjúkrunarfræðingar í júnímánuði til starfa á LSH.
Þeir eru með 2-5 ára starfsreynslu af bráða- og gjörgæsluhjúkrun.
Ráðning dönsku hjúkrunarfræðinganna er liður í því að mæta manneklu í hjúkrun
sem hefur verið viðvarandi á deildum spítalans og heldur aukist að undanförnu.
Sumar deildir hafa verið taldar undirmannaðar sem nemur 15 til 20 prósentum.
Sviðsstjórar hafa áætlað að það vantaði um það bil 90 hjúkrunarfræðinga og 30 sjúkraliða til að manna stöður í samræmi við umfang deilda.
Anna Stefánsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar gerði grein fyrir þessu á fundi stjórnarnefndar LLH 17. maí 2006. Þar kom einnig fram að sett hefur verið fram framkvæmdaáætlun um að stofnsetja "hjúkrunarsveit" sem hafi á að skipa 9 hjúkrunarfræðingum með að minnsta kosti 3-5 ára reynslu og sérþjálfun í hjúkrun á bráðadeildum, svo sem gjörgæslu og hjartadeild. Markmiðið er að tryggja enn frekar öryggi sjúklinga og að bregðast við tilfallandi, tímabundnum álagi á bráðadeildum.
Á Landspítala - háskólasjúkrahúsi eru nú liðlega 50 erlendir hjúkrunarfræðingar frá 10 löndum, flestir frá öðrum Norðurlandanna og Filippseyjum.
Þriðjungur þeirra hefur yfir 10 ára starfsaldur hér en flestir hinn eru með 2-8 ára starfsaldur.