Ákvarðanir um hagræðingu
í rekstri og ráðningu starfsmanna.
í rekstri og ráðningu starfsmanna.
Um eitt þúsund starfsmenn spítalans hafa sótt fundi með Magnúsi Péturssyni forstjóra undir yfirskriftinni "Hvað er framundan? Þar hefur verið skipst á skoðunum og starfsmönnum verið kynnt þau viðhorf sem eru ríkjandi í byrjun árs, einkum vegna þeirra aðgerða sem þarf að grípa til vegna fjárhagslegra þrenginga í starfseminni. Að lokinni framsögu forstjóra hafa starfsmenn spurt og sagt skoðanir sínar. Eitt af helstu málefnum fundanna hefur verið að greina frá ákvörðunum sem teknar hafa verið af yfirstjórn spítalans um aðhaldsaðgerðir og starfsmannahald.
- Stjórnarnefnd tók 20. desember 2001 ákvörðun um aðgerðir til hagræðingar í rekstri LSH. Nánar.
- Tveir fulltrúar starfsmanna í stjórnarnefnd lögðu framan bókun á fundi hennar 20. desember 2001. Nánar.
- Í kjölfar samþykktar stjórnarnefndar ákvað framkvæmdastjórn 27. desember 2001 að herða reglur um ráðningu starfsmanna. Nánar.
- Í ákvörðun framkvæmdastjórnar 27. desember 2001 fólst meðal annars að skipa starfshóp til að aðstoða starfsfólk sem sagt er upp störfum á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við að finna ný störf utan eða innan LSH og til að gæta réttarstöðu starfsmanna. Hópurinn starfar samkvæmt erindisbréfi.
- Starfsreglur um ráðningar og ráðningarvald á LSH voru samþykktar á fundi framkvæmdastjórnar 11. desember 2001. Meira.