Áætlað er að samdráttur í starfsemi spítalans í sumar verði heldur minni en undanfarin sumur eða 13% af mögulegum legudögum en var 15% árið 2004 og 16% árið 2003. Minni samdráttur er á öldrunarsviði, var 26% sumarið 2004 en er nú áætlaður 15%. Einnig er minni samdráttur á skurðlækningasviði, var 28% 2004 en er áætlaður 21% í sumar. Á lyflækningasviði I er áætlaður meiri samdráttur í ár en undanfarin sumur eða 14% en var 5% sumarið 2004. Það liggur fyrst og fremst í lokun gigtardeildar B-7 vegna viðgerða. Ákveðið hefur verið að fjölga dagdeildarrýmum á lyflækningasviði I til að mæta, að hluta, meiri samdrætti í starfseminni í sumar.
Skurðlækningasvið
Bæklunardeildir og háls-, nef- og eyrnadeild;
Deildir B-5 og A-5 sameinast um rekstur frá 20. júní til 15. ágúst. Á þeim tíma loka deildirnar til skiptis í 4 vikur hvor, deild A-5 fyrst og síðan B-5. Áætlað er að hafa 20 rúm opin á þessu tímabili fyrir báðar sérgreinarnar.
Dagdeild A-5 verður lokuð frá 27. júní til 22. ágúst.
Heila-, tauga- og æðaskurðdeild B-6 verður með 18 rúm opin frá 6. júní til 29. ágúst.
Lýtalækningadeild A-4 verður með 8 rúm opin frá 6. júní til 15. ágúst.
Almennar skurðdeildir, 12G og 13G draga saman starfsemi sína frá 4. júlí til 15. ágúst. Miðað er við að hvor deild um sig hafi 16 rúm opin á þessu tímabili.
Þvagfæraskurðdeild 13D verður með 15 rúm opin frá 6. júní til 29. ágúst. Lokað verður á deild 11A, þvagfærarannsóknum, frá 4. – 18. júlí.
Hjarta- og augnskurðdeild á deild 12E verður með 15 rúm opin á tímabilinu 13. júní – 17. júlí og aftur sama rúmafjölda 8. – 28. ágúst, en á tímabilinu 18. júlí – 7. ágúst verða 7 rúm opin.
Svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusvið
Vinnutilhögun 30. maí – 2. september
30/5 - 12/6 | 5 skurðstofur í gangi = Fossvogur/Hringbraut (á hvorum stað) |
20/8 – 2/9 | 5 skurðstofur í gangi = Fossvogur/Hringbraut (á hvorum stað) |
13/6 - 19/8 | 4 skurðstofur í gangi = Hringbraut |
20/6 – 19/8 | 4 skurðstofur í gangi = Fossvogur |
30/5 - 31/8 | 2 skurðstofur í gangi = Kvennadeildir |
29/6 - 2/7 | Reiknað er með að þessa daga verði aðeins bráðaaðgerðir í gangi vegna alþjóðaþings Svæfingalæknafélags Íslands |
13/6 – 19/8 | Augnaðgerðir, 1 skurðstofa í gangi. Skurðstofa 8 verður í notkun. |
- Reiknað er með einni hjartaaðgerð á dag fjóra virka daga í viku (venjulega eru 6 hjartaaðgerðir á viku).
Gjörgæsludeild E-6 og vöknun, Fossvogi. Samdráttur verður á tímabilinu 15. júní til 31. ágúst og verða mönnuð 5 - 6 gjörgæslurúm. Vegna þessa gæti komið til forgangsröðunar varðandi innlagnir.
Vöknun er ávallt lokuð um helgar en á tímabilinu 20. júní til 15. ágúst verður lokað yfir nóttina, frá kl. 23:00 á kvöldin.
Gjörgæsludeild 12B og vöknun, Hringbraut. Samdráttur verður á tímabilinu 1. júní til 20. ágúst og verða mönnuð 4 - 5 gjörgæslurúm. Vegna þessa gæti komið til forgangsröðunar varðandi innlagnir.
Vöknun á 12A við Hringbraut verður lokuð yfir nóttina á tímabilinu 15. júní til 20. ágúst.
Vöknun kvennadeilda við Hringbraut er opin til kl. 16:00 á tímabilinu 13. júní til 12. ágúst en hugsanlega alveg lokuð, eða frá hádegi, eftir fjölda sjúklinga, sem þá verði vistaðir á vöknun 12A.
Lyflækningasvið I
Gigtarlækningadeild B-7 verður lokuð frá 27. júní til 22. ágúst. Dagdeild á B-7 eykur starfsemi sína á þessu tímabili og verður með 8 rúm opin.
Lungnalækningadeild A-6 fækkar um 3 rúm á tímabilinu 10. júlí til 14. ágúst
Almenn lyflækninga- og rannsóknardeild (5 daga deild) 13E verður lokuð frá 1. júlí til 2. ágúst.
Húðdeild (5 daga deild) í Kópavogi verður lokuð frá 20. júní til 29. ágúst.
Lyflækningasvið II
Vegna sumarleyfa verður einhver samdráttur í starfsemi geislameðferðar 10K og á dagdeild 11B yfir hásumarið en séð verður til þess að allir fái þá þjónustu sem þörf er fyrir.
Leitað verður allra leiða til að halda starfsemi sjúkrahústengdrar heimaþjónustu gangandi í allt sumar en takist það ekki fellur hún niður á tímbilinu 24. júlí til 8. ágúst.
Gistirýmum á sjúkrahótelinu, Rauðarárstíg 18, fækkar úr 52 í 30 á tímabilinu 1. maí til 30. september.
Barnasvið
Dagdeild 23E verður lokuð frá 27. júní. Opnað verður aftur mánudaginn 25. júlí.
Barnaskurðdeild 22Dverður lokuð frá 25. júlí. Opnað verður aftur mánudaginn 22. ágúst.
Börn sem koma inn vegna bráðra skurðaðgerða leggjast inn á barnadeild 22E umrætt tímabil.
Á barnaskurðdeild B-5 verða engar elektívar innlagnir frá 25. júlí til 6. ágúst en einingin á B-5 verður að öðru leyti opin á þessu tímabili fyrir bráðainnlagnir barna í Fossvogi.
Kvennasvið
Á kvenlækningadeild 21A verða 18 - 21 rúm lokuð í sumar en deildin starfrækt með 10 - 13 rúmum.
Geðsvið
Deild 26 á Laugarásvegi verður lokuð frá kl. 16.00 föstudaginn 3. júní til mánudags 22. ágúst.
Starfsemi legudeildar barna á Dalbraut verður dregin saman og rekin með unglingadeildinni á tímabilinu 11. júlí – 12. ágúst.
Öldrunarsvið
Öldrunarlækningadeild L-3 (5 daga deild) verður lokuð frá 4. júní til 17. júlí
ÖldrunarlækningadeildL-2 (5 daga deild) verður lokuð frá 15. júlí til 29. ágúst
Öldrunarlækningadeild fyrir heilabilaða L-4 verður með 14 rúm opin (af 18) frá 1. júní til 1. september
Öldrunarlækningadeild B-4 í Fossvogi verður með 16 rúm opin (af 20) frá 1 júní til 29. ágúst.
Endurhæfingarsvið
Starfsemi deilda R-2 og R-3(legudeild og dagdeild) verður sameinuð í sumar á deild R-2 frá 16. júní til 15. ágúst.