Samninginn undirrituðu Guðmundur Einarsson forstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík, Garðar Már Birgisson forstjóri Theriaks ehf., Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Jóhannes M. Gunnarsson forstjóri LSH. Fréttatilkynning heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um rafrænu læknabréfin. |
Læknabréf fara framvegis rafrænt milli Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) og Heilsugæslunnar í Reykjavík (HR), samkvæmt samningi þessara stofnana, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytsins og Theriaks ehf. sem undirritaður var í dag við athöfn á bæklunarskurðlækningadeild B-5 í Fossvogi.
Jóhannes M. Gunnarsson forstjóri LSH |
Ráðherra heilbrigðismála flutti ávarp og ýtti svo á takkann undir styrkri leiðsögn Halldórs Jónssonar jr. og Ingibjargar Hauksdóttur deildarstjóra bæklunarskurðlækningadeildar B-5 sem gætti þess að allt væri rétt gert hjá þeim. |
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra ýtti á takka og sendi þar með fyrsta læknabréfið. Sú sending fór til Heilsugæslunnar Mjódd þar sem Samúel J. Samúelsson yfirlæknir tók við því og staðfesti móttökuna bæði rafrænt og í símtali. Samúel fagnaði þessum tímamótum mjög, eins og kom bæði fram í ávarpi sem hann flutti gestum á ganginum á B-5 í gegnum hátalarakerfi og í tveimur vísum sem hann fór með eftir sig og Finnboga Ragnar Ragnarsson hjá Theriak. Heyrið þið í mér? Hækkar nú sólin. Hann ýtti á takkann, sá kann á tólin nú fengið ég hef raf-læknabréf. "Bráðum koma blessuð jólin." (SJS) Sendi Jón á Samúel |
Fyrsta rafræna læknabréfið frá LSH
Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sendi í dag fyrsta rafræna læknabréfið frá LSH til Heilsugæslunnar í Reykjavík eftir að undirritaður hafði verið samningur ráðuneytisins, sjúkrahússins, Heilsugæslunnar og Theriaks ehf. Tímamótunum var fagnað mjög, meira að segja í bundnu máli.