Bjarni Kr. Grímsson hefur verið ráðinn deildarstjóri launadeildar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Hann hefur störf 1. júlí 2001. Hlutverk deildarstjóra er að sjá um daglega stjórnun í launadeild, taka þátt í starfi kjara- og launanefndar sjúkrahússins og sjá um samskipti við starfsfólk þess varðandi launagreiðslu.
Bjarni er viðskiptafræðingur að mennt og hefur unnið hjá Þjóðhagsstofnun að undanförnu. Hann var áður framkvæmdastjóri og kaupfélagsstjóri Kaupfélags Dýrfirðinga, Hraðfrystihúss Dýrfirðinga og útgerðarfélagsins Fáfnis hf á Þingeyri, bæjarstjóri í Ólafsfirði og fiskimálastjóri, einnig framkvæmdastjóri Kristnitökuhátíðar Reykjavíkurprófastsdæma í Reykjavík, Kópavogi og Seltjarnarnesi og verkefnisstjóri hjá Kristnihátíðarnefnd.