Hjúkrunarsveit LSH tók til starfa 28. ágúst 2006 og er skipuð hópi reyndra hjúkrunarfræðinga.
Hjúkrunarfræðingar sveitarinnar sátu námskeið fyrstu vikuna í starfi, þar sem farið var í alla helstu þætti í starfsemi LSH.
Síðan tekur við þjálfunartími á ýmsum bráðadeildum spítalans.
Hjúkrunarsveitin byrjar því ekki að taka vaktir fyrr en síðustu vikuna í september.
Sveitin er enn ekki fullskipuð og því munu skurðlækningasvið, lyflækningasvið I, slysa- og bráðasvið og svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusvið
hafa forgang þegar vaktir eru pantaðar. Þegar sveitin verður fullskipuð mun hún þjóna öllum sviðum LSH.
Hlutverk hjúkrunarsveitarinnar er að leggja þeim deildum lið sem verst eru staddar hverju sinni varðandi mönnun eða þegar tímabundið álag kemur upp á deild.
Markmið með starfsemi hjúkrunarsveitar er að:
· Tryggja öryggi sjúklinga
· Draga úr álagi á hjúkrunarfræðinga
· Bæta mönnun
· Auka möguleika hjúkrunarfræðinga til starfsþróunar
Hjúkrunarsveitin mun taka vaktir eftir pöntunum frá deildum auk þess að vera með viðbragðsvakt á morgunvöktum virka daga.
Stefnt er að því að hjúkrunarsveitin verði einnig með viðbragðsvaktir um helgar þegar hún verður fullskipuð.
Einn hjúkrunarfræðingur sveitarinnar er á viðbragðsvakt á morgunvakt virka daga og kemur á þá deild þar sem óskað er eftir liðsauka
og þar sem mest er álagið samkvæmt sjúklingaflokkun og upplýsingum frá innlagnastjóra.
Sviðsstjórar og/eða deildarstjórar panta vaktir hjá hjúkrunarsveit með a.m.k. 2 vikna fyrirvara til að leysa skammtíma mönnunarvanda
þar til önnur afleysing hefur verið fengin. Hjúkrunarsveit tekur aldrei fleiri en 5 vaktir á sömu deild á hverjum tíma.
Vaktir eru pantaðar með tölvupósti.
Óskir um vakt eða vaktir skulu hafa borist 15 dögum fyrir ½ mánaðar tímabil, þannig þurfa beiðnir um vakt eða vaktir á fyrri hluta mánaðar
að hafa borist fyrir 15. mánaðarins á undan og fyrir seinni hluta mánaðar að hafa borist fyrir mánaðamótin.
(dæmi: óskir um vakt á tímabilinu 1.-15. október skal hafa borist fyrir 15. september og óskir um vakt 16.-31. október skal hafa borist fyrir 1. október).
Viðbragðsvakt er pöntuð símleiðis.
Óskað er eftir hjúkrunarfræðingi á viðbragðsvakt símleiðis strax að morgni.
Hjúkrunarsveitin er með aðstöðu í Fossvogi, B-0.
Netfang: hjukrunarsveit@landspitali.is
Sími hjúkrunarsveitar er 543 3297
GSM sími 825 5186
Deildarstjóri hjúkrunarsveitar er Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir, netfang: dthyri@landspitali.is og veitir hún allar nánari upplýsingar um hjúkrunarsveitina.
Upplýsingar um hjúkrunarsveitina verða á heimasíðu hjúkrunar.