Deildarstjóri frávikagreiningar og rekstrareftirlits
frávikagreiningar og rekstrareftirlits á fjármálasviði skrifstofu
fjárreiðna og upplýsinga.
Herdís útskrifaðist í maí sl. frá San Francisco State University með Master
of Business Administration(MBA) gráðu. Við útskriftina fékk hún sérstök
verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur. Hún útskrifast með "college
honors" sem þýðir að hún var af prófessorum viðskiptadeildarinnar valin sá
nemandi sem þótti skara mest fram úr af þeim rúmlega 220 sem útskrifuðust með MBA gráðu frá skólanum síðastliðið vor. Þetta er mesti heiður sem skólinn veitir.
Herdísi var einnig boðin aðild að alþjóðlegu heiðurssamfélagi viðskiptanema,
Beta Gamma Sigma, sem veittist vorið 2001 einungis 0,8% allra
viðskiptafræðinema í framhaldsnámi sem höfðu tilskylda lágmarkseinkunn.
Herdís útskrifaðist frá námsbraut í hjúkrunarfræði HÍ árið 1983 og vann
nær samfleytt frá útskrift á Borgarspítalanum í Fossvogi/Sjúkrahúsi Reykjavíkur, í fimm ár áður en hún fór til meistaranáms starfaði hún sem deildarstjóri á
skurðlækningadeild B6.