Halldór Jónsson jr. yfirlæknir bæklunarskurðlækningadeildar |
Halldór Jónsson jr. hefur verið ráðinn yfirlæknir bæklunarskurðlækningadeildar Landspítala - háskólasjúkrahúss. Hann lauk prófi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1980 og doktorsprófi í bæklunarlækningum í Svíþjóð 1992. Halldór var áður sérfræðingur við bæklunardeild háskólasjúkrahússins í Uppsölum og síðar í bæklunarlækningum á Landspítalanum. Hann hefur verið dósent í bæklunarskurðlækningum í læknadeild HÍ frá 1999. Halldór var yfirlæknir og síðan forstöðulæknir bæklunarlækningadeildar Landspítalans. Hann var settur yfirlæknir bæklunarskurðlækningadeildar Landspítala - háskólasjúkrahúss frá 1. febrúar 2001.
Aðrir umsækjendur um stöðuna voru Björn Zoëga, Yngvi Ólafsson og Þorvaldur Ingvarsson.