Aron Björnsson hefur verið ráðinn til að gegna starfi yfirlæknis heila- og taugaskurðlækninga við skurðlækningasvið LSH frá og með 1. september 2004 að telja. Ráðningin er á grundvelli umsóknar um stöðuna, umfjöllunar í stöðunefndum Landlæknisembættisins og læknaráðs LSH, viðtals og að fenginni umsögn stjórnarnefndar LSH. Yfirlæknir heila- og taugaskurðlækninga starfar samkvæmt starfslýsingu.
Bjarni Hannesson og Kristinn R. Guðmundsson hafa verið yfirlæknar heila- og taugaskurðlækningadeildar LSH. Í samráði við þá var ákveðið að ráða nýjan yfirlækni frá 1. september 2004. Þeir starfa samt báðir áfram við heila- og taugaskurðlækningadeild en án stjórnunarskyldu.