Guðmundur Daníelsson sérfræðingur í almennum skurðlækningum og æðaskurðlækningum hefur verið ráðinn sérfræðingur við æðaskurðlækningadeild á Landspítala Fossvogi frá 1. júní 2005 að telja. Staðan er veitt að undangenginni auglýsingu um stöðuna og mati stöðunefndar landlæknis og stöðunefndar LSH. Guðmundur, sem er 43 ára að aldri, lauk embættisprófi í lækningum frá Háskóla Íslands í júní 1988. Hann stundaði framhaldsnám í skurðlækningum og æðaskurðlækningum í Svíþjóð og síðar á Hawai og lauk doktorsprófi við Háskólann í Lundi í æðaskurðlækningum árið 2003. |
Ráðinn sérfræðingur á æðaskurðlækningadeild
Guðmundur Daníelsson hefur verið ráðinn sérfræðingur á æðaskurðlækningadeild frá 1. júní 2005.