Stjórnskipulag lyfjamála á Landspítala - háskólasjúkrahúsi breytist 1. október 2005. Deild lyfjamála og apótek sameinast í eina deild, sjúkrahúsapótek LSH, undir stjórn yfirlyfjafræðings. Umsýsludeild lyfja flyst til innkaupa- og vörustjórnunarsviðs og þar með lyfjainnkaup.
Breyting verður einnig á innkaupa- og vörustjórnunarsviði. Valgerður Bjarnadóttir tekur við sviðsstjórastarfi þar af Guðmundi I. Bergþórsssyni aðstoðarmanni framkvæmdastjóra fjárreiðna og upplýsinga sem gegnt hefur því tímabundið.
Í tengslum við þessar skipulagsbreytingar voru tvær stöður yfirlyfjafræðinga á LSH lagðar niður og auglýst eftir einum yfirlyfjafræðingi. Í það starf hefur verið ráðin Inga J. Arnardóttir sem hefur verið deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins. Ekki verður breyting á stöðu annarra starfsmanna í núverandi lyfjaþjónustu LSH.