Deildarstjóri líknardeildar í Kópavogi
Þórunn Marsilía Lárusdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin deildarstjóri líknardeildar í Kópavogi og hefur störf 1. ágúst. Þórunn útskrifaðist frá Hjúkrunarskóla Íslands 1982 og hefur lokið sérnámi í krabbameinshjúkrun frá Vardhögskolan, Karolinska Institutet, Svíþjóð 1988. Þórunn er að ljúka sérskipulögðu BS-námi fyrir hjúkrunarfræðinga í Háskóla Íslands. Hún starfaði við hjúkrun sjúklinga með krabbamein á árunum 1986-90 í Stokkhólmi og á geislameðferðareiningu krabbameinslækningadeildar Landspítalans 1990-92 og var aðstoðardeildarstjóri síðara árið. Árið 1992 hóf Þórunn störf við Heimahlynningu Krabbameinsfélags Íslands við hjúkrun deyjandi sjúklinga í heimahúsum og starfar þar enn. Þórunn hefur verið formaður fagdeildar hjúkrunarfræðinga á krabbameinssviði innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga síðan í febrúar 2000.